top of page
shutterstock_714017395.jpg

sjálfsdáleiðsla

Langar þig að læra aðferðir til að  ná árangri í leik og starfi?

Á þessu sex klukkustunda námskeiði læra þátttakendur allt það nauðsynlegasta sem þarf að kunna til að ná árangri með sjálfsdáleiðslu. 

Dáleiðsla getur nýst okkur á ótal vegu, t.d. til að:

  • Slaka betur á í amstri dagsins og öðlast innri ró.

  • Efla sjálfstraust. 

  • Losna við óæskilega ávana og fælnir (fóbíur). 

  • Bæta námsárangur, einbeitingu og losna við prófkvíða.

  • Ná betri stjórn á tilfinningum og viðbrögðum.

  • Vinna á kvíða og þunglyndi.

Námskeiðið er tvö kvöld, næsta námskeið er:

Dagur 1: þriðjudagur, 9. janúar 2024  (18:00 - 21:00)

Dagur 2: fimmtudagur, 11. janúar, 2024  (18:00 - 21:00)

Langi þig að ná betri stjórn á lífi þínu og tilfinningum
er þetta námskeið svo sannarlega fyrir þig

Verð á námskeiðinu er aðeins 24.500 kr.

Hægt er að greiða með Visa, Mastercard, og helstu kreditkortum

6953127.png
Umsagnir
Umsagnir nemenda

Mjög áhugavert námskeið sem ég á eftir að nýta mér.

Gunnlaug Jóhannesdóttir

Námskeiðið var eflandi og upplýsandi.

Skilar mér klárlega jákvæðri útkomu fyrir sjálfa mig og aðra.

Kristín Snorradóttir framkvæmdastjóri, fagvitund.is

Mjög gott námskeið.

Þar sem ég er búin með dáleiðslunámið finnst mér að ég hefði kosið að taka sjálfsdáleiðslunámskeiðið áður. Góður undirbúningur og skjót yfirsýn yfir sjálft dáleiðslunámið.

Guðlaug

Sjálfsdáleiðslunámskeiðið var bráðskemmtilegt, vel skipulagt og skilaði heilmiklum upplýsingum sem sumar voru óvæntar.  Forvitni rak mig til Jóns Víðis og svolítil von um að ná tökum á verkjum í stoðkerfinu. Strax eftir fyrra kvöldið tókst mér að lina verki úr 7 á VAS í 3 á nokkrum augnablikum og slapp við að taka verkjatöflu það kvöldið..

Anna Lísa Baldursdóttir

Frábært námskeið, vel framsett efni og einfaldar skýrar leiðbeiningar.

Strax fyrsta kvöldið náði ég tökum á sjálfsdáleiðslu og svaf betur.

Daníel

Áhugavert námskeið og kennarinn sérstaklega skemmtilegur..

Dagmar

Skemmtilegt og hnitmiðað námskeið sem er vel uppsett. Öll atriði námskeiðsins eru mjög vel útskýrð.

Takk fyrir mig.

Einnig er námskeiðið á viðráðanlega verði

BH

Mjög áhugavert. Mikið að meðtaka og mun ég klárlega æfa mig að ná árangri!

Erna

Mjög lærdómsríkt og gagnlegt námskeið!

Mæli með fyrir alla sem eru opnir fyrir nýjum leiðum til að öðlast betri líðan :)

Sandra Valsdóttir

Skemmtilegt og áhugavert námskeið. Kenndar voru fjölbreytta og góðar leiðir til sjálfsdáleiðslu og ég mun klárlega nýta mér þær til að takast á við t.d. kvíða.

Karen

Jón Víðis gerir námskeiðið skemmtilegt.

Ásta

Áhugavert og skemmtilegt. Á vonandi eftir að nota þetta og til sjálfshjálpar.

Margrét

Áhugavert, skemmtilegt, fræðandi, vinalegt, slakandi og dáleiðandi námskeið :)

Mæli með!!

Ragnheiður

Frábært námskeið á allan hátt, stefni á fleiri námskeið hjá Hugareflingu.

Heiðar Ólason

Þetta námskeið hefur hjálpað mér að losna við kvíðann og einnig hjálpað mér að sofa betur.

Jón Einarsson

Lét loks verða af því að skrá mig á námskeið og er alsæl með aðferðirnar sem geta hjálpað mér að öðlast betri líðan og ekki slæmt að losna við bílhræðsluna sem ég hef glímt við í mörg ár.

Jóna Hrund Óskarsdóttir

Námskeiðið opnaði innsýn mína í dásamlegan heim undirvitundar minnar og hvað í raun er hægt að laga margt sem stendur í vegi fyrir því að fá meira út úr lífinu og líða betur.

Guðný H. Björnsdóttir

Mjög fræðandi og áhugavert na´mskeið sem mun nýtast mér vel í framhaldinu og dags daglega

Jón Víðis er góður kennari og setur hlutina fram á skemmtilegu máli.

Þorsteinn Haraldsson

Skemmtilegt, fræðandi, gefandi, upplifði dáleiðslu í fyrsta sinn kom skemmtilega á óvart.

Hef áhuga á að læra meira um þetta efni. Bestu þakkir fyrir mig.

Valdimar Ó. Jónasson

Jón Víðis kemur námsefninu vel frá sér með lifandi kennslu. Hann nær að tryggja þátttöku allra nemenda.

Páll Baldrusson

Lærði heilmikið á þessum tveimur kvöldum sem ég hlakka til að geta nýtt mér áfram.

Vel upp sett og skemmtilegt námskeið sem ég mæli með!

Jenný Rúriksd.

Áhugavert og skemmtilegt námskeið. Dýpkaði skilning minn á dáleiðslu. Takk fyrir mig

Sól

Frábært námskeið. Augun opnuðust fyrir mögu. Kem til með að nýta mér allt sem ég lærði.

Takk fyrir mig!

Soffía Pétursdóttir

Áhugavert og skemmtilegt - kem til með að nýta mér þessa aðferð.

Birna S.

Mér fannst námskeiðið fróðlegt og upplýsandi. Fróðlegt og skemmtilegt. Takk kærlega fyrir mig.

Gróa Rannveig

Skemmtilegt og áhugavert námskeið sem á eftir að nýtast mér.

Heiða K.

Fróðlegt og gott námskeið. Aðferðir sem auðvelt er að nýta sér. Jón er flottur kennari.

Fanney E.

Mjög fróðlegt og lærdómsríkt. Aukinn þekking á huganum og hvernig hann virkar. Maður lærir hvernig maður getur hjálpað sjálfum sér og jafnvel öðrum.

Þórunn R.

Frábært námskeið sem kom verulega á óvart, þó einna helst hvað maður lærði mikið og náði vel tökum á efninu á stuttum tíma.  Takk fyrir mig :) 

Anna Ólafsdóttir

Skemmtilegt námskeið og góðir kennarar.

Fríða G.

Sjálfsdáleioðsla er einföld en mjög öflug leið til að styrkja sig á svo margvíslegan hátt.

Góð framsetning. Kennararnir mjög góðir og koma öllu vel til skila

Ég get heilshugar mælt með þessu námskeiði!

Andrés Andrésson

Þetta var mjög áhugavert og skemmtilegt námskeið, ég á pottþétt eftir að nýta mér þetta í framtíðinni og kem jafnvel aftur!

Hulda Georgsdóttir

Virkilega skemmtilegt og áhugavert námskeið. Mjög vel uppsett og uppfullt af tólum og tækjum sem hægt er að nýta strax. Einfalt og öflugt námskeið. Arnþór og Jón Víðis kunna sitt fag og kenna á skemmtilegan hátt, bæði með dæmum og húmor. Ég mæli heilshugar með sjálfsdáleiðslunámskeiðinu þeirra.

Bryndís H.

 

Námskeiðið kom mér á óvart á marga vegu. Ég hafði ekki hugmynd hvernig dáleiðsla virkaði og var mjög skeptísk til að byrja með. En viti menn, það virkaði ekkert smá vel. Eftir fyrri hluta námskeiðsins náði ég nýrri vídd af slökun sem ég hafði ekki hugmynd um að ég gæti náð. Jón og Arnþór voru alveg hreint frábærir og gífurlega hjálpsamir. Námskeiðið fær mín allra bestu meðmæli.

Edda

 

Fór á námskeið í sjálfsdáleiðslu og bjóst ekki við neinu sérstöku en vonaði að þetta myndi nýtast mér. Eftir að hafa lokið námskeiðinu sé ég að ég mun klárlega nýta mér þessa tækni dags daglega. Strax eftir fyrri daginn gat ég notað tæknina með undraverðum árangri.

Hrönn H.

 

Mér fannst þetta námskeið mjög áhugavert og skemmtilegt. Eftir mjög stutta dáleiðslu á námskeiðinu svar ég mjög vel án allra slakandi lyfja, sem ég hef ekki gert í 3-4 ár. Ég mæli hiklaust með þessu námskeiði fyrir alla sem hafa áhuga á dáleiðslu.

Inga K.

 

Þetta námskeið hefur verið ótrúlega áhugavert. Ég er strax byrjuð að vinna að markmiðum mínum á einni viku g finn strax að ég er orðin einbeittari og ákveðnari í að ná þeim. Ég hlakka til að nota sjálfsdáleiðslu til að vinna í fleiri markmiðum og ná þeim.

Íris H.

bottom of page