Meðferðardáleiðsla
Nemendur læra meðferðardáleiðslu og eru í lokin tilbúnir til að taka á móti fólki í dáleiðslumeðferð.
Skilyrði fyrir þátttöku í náminu er að kunna að dáleiða. Hafa klárað "Lærðu að dáleiða" eða lært dáleiðslu annars staðar.
Farið yfir markmiðasetningu, streitustjórnun, hegðunarmat, siðferði í dáleiðslu, uppbyggingu dáleiðslumeðferðartíma, viðbótarhandrit og tækni. Nemendur læra að setja upp tíma til að dáleiða fólk til að hætta að reykja, breyta vana/hegðun og aðstoða fólk við þyngdarstjórnun. Hvernig á að setja upp nokkurra tíma sjálfsdáleiðslu. Aldurstengda endurlitsmeðferð, hvernig hægt er að vinna með hluta hugans og rekstur dáleiðslumeðferðarstofu.
Í lokin útskrifast nemendur sem meðferðardáleiðarar frá stærstu dáleiðslusamtökum í heimi, National Guild of Hypnotists.
Námið er 12 dagar, kennt er í lotum um helgar.
Lota 1: 1. – 3. nóvember 2024 (fös-sun)
Lota 2: 8. – 10. nóvember 2024 (fös-sun)
Lota 3: 23. – 24. nóvember 2024 (lau-sun)
Lota 4: 30. nóv. – 1. des. 2024 (lau-sun)
Lota 5: 7. – 8. desember 2024 (lau-sun)
Á milli lota eru æfingatímar.
Verð á náminu 495.000 kr.
Setting the Standard
Nám í dáleiðslu með alþjóðlegri viðurkenningu
Við skráningu þarf að greiða staðfestingargjald að upphæð 29.500 kr.
Hægt er að skipta greiðslum á allt að 36 mánuði með Visa, Mastercard eða Pei
Umsagnir nemenda
Þetta námskeið borgaði sig á helgi 1 fyrir mig. Ég kem til með að nota þetta nám fyrir mig og vonandi eitthvað fyrir aðra.
Bara sátt og ánægð!!
Takk, takk fyrir mig!!
Elínborg Hilmarsdóttir
Frábært nám!
Námið var skýrt, aðgengilegt, áhugavert og fræðandi og ekki skemmdi fyrir að Jón Víðis er með eindæmum skemmtilegur kennari og fagmaður í alla staði.
Brynja Valdís
Kennslan er öll til fyrirmyndar. Námsefnið er mjög skýrt og mikið af gögnum. Góð sýnikennsla og gott rými fyrir æfingar sem auka öryggið. Heiðarleiki og velvilji í alla staði.
Kristín Sigurðardóttir
Einu orði sagt frábært! Góð kennsla og efninu gerð góð skil. Frábært nám í afar áhugaverðu efni sem ég kem til með að leggja fyrir mig og nýta mér til hins ýtrasta fyrir sjálfa mig og aðra. Dáleiðsla hefur gert frábæra hluti fyrir mig!
Áhugavert og skemmtilegt!
Hrafnhildur Þorgrímsdóttir
Að fara í Dáleiðsluskólann Hugareflingu er besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífi mínu. Ég er orðin 78 ára gömul og hefði betur kynnst þessu námi fyrr. Það hefur á margan hátt gefið mér betri heilsu andlega og líkamlega. Kynnst góðum skólasystkinum og frábærum kennurum.
Takk kærlega fyrir mig
Gróa Rannveig Sigurbergsdótir
Kennslan er öll til fyrirmyndar. Námsefnið er mjög skýrt og mikið af gögnum. Góð sýnikennsla og gott rými fyrir æfingar sem auka öryggið. Heiðarleiki og velvilji í alla staði.
Kristín Sigurðardóttir
Þetta námskeið er alveg frábært. Frábærir kennarar, skemmtilegur tími og góð reynsla. Mæli 100% með Dáleiðsluskólanum Hugareflingu. Gæti talið upp svo miklu fleiri kosti við þennan skóla. Alveg frábær kennsla. Takk fyrir mig.
Guttormur R.
Námskeiðið var áhugavert og vel upp sett. Kennararnir náðu vel til allra og komu efninu frá sér þannig að það vakti áhuga manns á að lesa meira og kafa dýpra. Það var góð blanda af bóklegri kennslu og verklegum æfingum til að ná að tileinka sér það sem farið var yfir hverju sinni. Þetta námskeið hefur gefið mér frábær verkfæri sem nýtast mér persónulega og til að hjálpa öðrum. Ég mæli því með þessu námskeiði fyrir alla sem vilja bæta eigin líðan og annarra.
Ingibjörg M.
Frábærir kennarar, gott að læra af þeim, alltaf tilbúnir að hjálpa fyrir utan hefðbundnar kennslustundir. Lærði mikið, ótrúleg upplifun, mæli sterklega með þessum frábæra skóla.
Þórhildur M.