top of page
shutterstock_695951098.jpg

fimm meginflokkar heilabylgja

Hægt er að þekkja mismunandi heilabylgjumynstur á styrkeika og tíðni þeirra. Það er gert með heilarafritun (e. EEG  electroencephalography). Síðan er hægt að flokka heilabylgjur út frá virkni þeirra eða tíðni. Það er þó mikilvægt að muna að heilabylgjur eru ekki uppspretta eða orsök vitundarástands eða upplifana okkar af eigin huga, þær eru aðeins hluti af greinanlegum, flóknum, ferlum heilans sem skapa upplifun okkar af sjálfinu, hugsun og skynjun.

  • Hæg virkni er þegar bylgjurnar eru með lægri tíðni og lengra bil á milli toppa sveiflunnar. Þessar sveiflur eru oft með mun stærri lægðir (dýpri bylgjur). Eins og  lágur, djúpur trommusláttur.

  • Hröð virkni er þegar bylgjurnar eru með hærri tíðni og minni toppa og lægðir. Eins og hátóna flauta.

Hér fyrir neðan er útskýringar á þessum 5 flokkum heilabylgja, frá hröðustu til hægustu

Gamma heilabylgjur
  • Sveiflutíðni: 32 – 100 Hz

  • Tengt vitundarástand: sjást við mikla andlega virkni, við skynjun og þegar fólk er með fullri meðvitund.

Gamma heilabylgjur eru hröðustu mælanlegu heilabylgjur sem hægt er að mæla með heilarafritun og hafa verið tengdar við ‘aukna skynjun’, eða ‘hámarks andlegt ástand’ þegar um er að ræða vinnslu upplýsinga frá mismunandi svæðum heilans. Gamma heilabylgjur hafa mælst mun sterkari og reglulegri hjá einstaklingum sem hafa stundað hugleiðslu lengi, þar á meðal búddamunkum. 

Gamma.jpg
Beta heilabylgjur
  • Sveiflutíðni: 13 – 32 Hz

  • Tengt vitundarástand: þegar fólk er mjög djúpt hugsi eða afar einbeitt, venjulegt vitundarástand (í daglegu lífi).

Til dæmis:

  • Samræður

  • Ákvarðanataka

  • Lausn vandamála

  • Einbeiting að ákveðnu verkefni

  • Læra ný hugtök

Einfaldast er að bera kennsl á Beta heilabylgjur þegar við erum upptekin við að hugsa.

beta.png
Alfa heilabylgjur
  • Sveiflutíðni: 8 – 13 Hz

  • Tengt vitundarástand: líkamleg og andleg slökun. Þeirra verður fyrst vart um tveggja ára aldur. Auðveldast er að fá fram þessar bylgjur þegar fólk lokar augum og heilavirkni er mæld yfir frumsjónsvæðum heilans (í hnakkablaði). Alfabylgjur voru jafnframt fyrstu heilabylgjuarnar sem voru uppgötvaðar.

Einnig er oft hægt að finna þær þegar einstaklingar:

  • Stunda Jóga

  • Eru skapandi og listrænir

Alpha.png
þeta heilabylgjur
  • Sveiflutíðni: 4 – 8 Hz

  • Tengt vitundarástand: sjást hjá dáleiddu fólki, í leiðsluástandi, dagdraumum, lausum svefni og rétt fyrir vöku og svefn. Þær virðast tengjast þreytu, og eru algengari hjá börnum og unglingum. Hægt er að framkalla þessar bylgjur með oföndun.

Samkvæmt Prófessor Jim Lagopoulos í Háskólanum í Sydney, „hafa fyrri rannsóknir sýnt fram á að Þeta bylgjur bendi til djúpslökunar og sjást oftar hjá einstaklingum sem eru vanir að hugleiða. Uppsprettan er líklega framhluti heilans sem sér um eftirlit með öðrum andlegum ferlum.“

Algengast er að Þeta bylgjurnar séu mjög greinanlegar þegar okkur dreymir í svefni. Þær má þó einnig sjá þegar einstaklingar:

  • Eru í djúpri hugleiðslu eða dáleiðslu

  • Eru að dagdreyma

Þegar við erum að gera eitthvað í okkar daglega lífi sem er svo sjálfkrafa að hugurinn getur aftengst verkefninu, s.s. að bursta tennurnar, í sturtu. Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á jákvæð tengsl á milli þetabylgja og minnis, sköpunar, og andlegrar vellíðan.  

Theta.jpg
delta heilabylgjur
  • Sveiflutíðni: 0,5 – 4 Hz

  • Tengt vitundarástand: verður aðallega vart í djúpum svefni, hjá ungum börnum og sumu fólki með heilasjúkdóma eða heilaskaða.

  •  

  • Deltabylgjur eru hægastar allra heilabylgjanna og eru sterkastar þegar við njótum endurnærandi svefns í draumlausu ástandi. Þetta er líka ástandið þar sem endurheimt er hvað öflugust og þess vegna er svo mikilvægt að fá nægan svefn.

Delta.jpg
Hvernig hægt er að þjálfa heilabygjur

Er hægt  að breyta því hversu mikið við upplifum mismunandi heilabylgjur, vitundarástand og hugsanaferlin sem tengjast þeim?

Stutta svarið er, já.

Skilyrðingar

Ein þeirra mikilvægu uppgötvana í taugalíffræði á undanförnum árum snýr að þeim gríðarlega mun á samsetningu heilabylgja þeirra sem eru þaulvanir hugleiðslu. Reyndir hugleiðarar búa ekki aðeins yfir annar konar heilabylgjum í slökunarástandi en þeir sem ekki stunda hugleiðslu, heldur virðast þeir einnig geta meðvitað stjórnað tíðni heilabylgjanna auðveldar en þeir sem ekki stunda hugleiðslu. Ein af mikilvægum uppgötvunum sem ferðar hafa verið á undanförnum árum á sviði taugalíffræði er sá gríðarlegi munur sem er á samsetningu heilabylgja þeirra sem eru þaulvanir hugleiðslu og annarra. 

 

Hægt er að læra og tileinka sér þennan hæfileika. Hugleiðsla/dáleiðsla eykur hæfileika þinn til að einbeita þér og stjórna athygli þinni. 

Heimildir: 

  1. Scientific American. (2018). What is the function of the various brainwaves?. [online] Available at: https://www.scientificamerican.com/article/what-is-the-function-of-t-1997-12-22/ 

  2. Vísindavefurinn. "Getið þið frætt mig um heilarafritun, eða EEG?"

  3. Lustenberger, C., Boyle, M., Foulser, A., Mellin, J. and Fröhlich, F. (2015). Functional role of frontal alpha oscillations in creativity. Cortex, [online] 67, pp.74-82. Available at: https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0010945215001033 

  4. ScienceDaily. (2018). Alpha waves close your mind for distraction, but not continuously, research suggests. [online] Available at: https://www.sciencedaily.com/releases/2012/10/121008134058.htm 

  5. Haarmann, H., George, T., Smaliy, A. and Dien, J. (2012). Remote Associates Test and Alpha Brain Waves. The Journal of Problem Solving, [online] 4(2). Available at: https://docs.lib.purdue.edu/jps/vol4/iss2/5/ 

  6. Buzsáki, G. (2002). Theta Oscillations in the Hippocampus. Neuron, [online] 33(3), pp.325-340. Available at: https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S089662730200586X 

  7. White, N. (1999). Theories of the Effectiveness of Alpha-Theta Training for Multiple Disorders. Introduction to Quantitative EEG and Neurofeedback. pp 341-367. Available at: https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/B9780122437908500146 

  8. Brainworksneurotherapy.com. (2018). What are Brainwaves? Types of Brain waves | EEG sensor and brain wave – UK. [online] Available at: http://www.brainworksneurotherapy.com/what-are-brainwaves 

bottom of page