The BLAST Thecnique ®
BLAST Technique ® (e. Bi-Lateral Analysis and Stimulation Treatment), (sem kalla mætti á íslensku tvíhliða greining og örvunarmeðferð) varð til árið 2008. Skapari þess er Nick Davies, sem er leiðandi í dáleiðslumeðferðum á alþjóðlegum vettvangi og sérfræðingur í líkamstjáningu fólks í fjölmiðlum. Með þessari tækni tekst að flýta fyrir ferli og virkni meðferða vegna áfalla almennt og við áfallastreituröskun og hún gerir það að verkum að upplifunin verður betri og árangursríkari, fyrir skjólstæðing og meðferðaraðila.
EMDR (e. Eye Movement Desensitisation and Reprocessing) er líklega áhrifaríkasta tækið sem notað hefur verið til að takast á við áfallastreituröskun og áföll, en það er með þetta eins og með allt annað að hlutirnir þróast, breytast og batna með tímanum.
BLAST Technique ® Nick Davies hefur verið lýst sem „EMDR á sterum!". Aðferðin var búin til, þróuð og betrumbætt með það að markmiði að vinna hraðar og skilvirkara með áfallastreituröskun og áföll með því að nýta náttúrulegt vinnslukerfi heilans, frekar en að nota einungis „tvíhliða örvun" eða vera „rugltækni".
Aðferðin hefur nú verið notuð í þúsundum skipta af hundruðum þjálfaðra BLAST® og Advanced BLAST Technique® sérfræðingum í Bretlandi, Bandaríkjunum, Afríku, Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Kanada, Ástralíu, Nýja Sjálandi, Ítalíu, Hollandi, Belgíu, Eistlandi og Tékklandi.
25. – 26. maí 2024
​
Verð á námskeiðinu er 195.000 kr.
​
​
Skilyrði fyrir þátttöku á námskeiðinu er að kunna að dáleiða.
ATH. takmarkaður nemendafjöldi, skráningu líkur 2 vikum fyrir námskeið!
​
Kennslan fer fram á ensku, við erum á staðnum og þýðum ef þurfa þykir.
Við skráningu þarf að greiða staðfestingargjald að upphæð 29.500 kr.
Hægt er að skipta greiðslum á allt að 36 mánuði með Visa, Mastercard eða Pei