top of page

National Guild
of Hypnotists

NGH eru alþjóðleg félagasamtök dáleiðara og meðferðardáleiðara. NGH eru elstu og stærstu dáleiðslusamtök í heimi með vel yfir 20.000 meðlimi í yfir 94 löndum. Höfuðstöðvar NGH eru í New Hampshire í Bandaríkjunum.

 

NGH var stofnað í Boston í Bandaríkjunum árið 1950. Félagið hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir starf sitt að málefnum sem við koma dáleiðslu og dáleiðurum og er leiðandi á sínu sviði á heimsvísu. Meðal annars hlaut NGH viðurkenningu Bandaríkjaþings árið 1993 fyrir að setja og halda á lofti ströngum siðareglum, að gera faglegar kröfur til dáleiðslu og hágæða kennslugögn sem stuðla að framförum og fagmennsku í dáleiðslu.

NGH.png

NGH býður upp á opinn vettvang fyrir frjáls skoðanaskipti um dáleiðslu. NGH er úrræði fyrir félagsmenn og tæki til að leita lausna. NGH setur faglegar kröfur og staðla um framkvæmd dáleiðslu, þjónustu og siðferði. Meðlimir NGH hvorki greina, meðhöndla né ávísa lyfjum varðandi málefni af læknisfræðilegum eða geðrænum toga. Þeir vinna með viðskiptavinum sínum eingöngu í þeim tilgangi að efla þeirra eigin náttúrulegu endurnýjunar- og viðbragðshæfileika og geta verið þjálfarar, hvatningarmenn eða leiðbeinendur árangurs.

Námskeið og réttindi

Sem hluta af stöðugri þjónustu fyrir félagsmenn hefur NGH sett upp nokkur réttinda-, þjálfunar- og fræðslunámskeið fyrir félagsmenn sína. Árið 1990 setti NGH 15 tíma endurmenntunarkröfu til að viðhalda réttindum, stöðu sinni hjá NGH, sem var svo hækkuð í 100 tíma árið 1992. Sama ár var útbúin námskrá og kennsluáætlun fyrir dáleiðslunámskeið NGH og endurmenntunaráætlun fyrir meðlimi skipulögð.

Árið 1995 var tiltlinum Skráður dáleiðari breytt í Staðfestur dáleiðari og 1998 var staðfestingarnefnd (NGH Certification Board) komið á laggirnar. Mikil þróun hefur verið á námskeiðum NGH og ýmsar nýjungar kynntar til sögunnar. Dáleiðslunámskeið NGH hefur verið þýtt á mörg tungumál, m.a. kínversku, dönsku, pólsku, frönsku, o.fl. og nú síðast á íslensku.

Árið 2006 var Staðfestur meðferðardáleiðari sá titill sem NGH gaf þeim sem luku námskeiðum en 2015 var ákveðið að frá og með 2020 yrði aðeins notast við titilinn Dáleiðari (Hypnotist) en menntað heilbrigðisstarfsfólk gæti sótt um titilinn Hypnotherapist en þetta á aðeins við um Bandaríkin. NGH býður einnig upp á að dáleiðarar taki próf sem gefur þeim réttindi til að bera titilinn Staðfestur meðferðardáleiðari (Board Certified Consulting Hypnotist (BCH)).

Útgáfa og ráðstefnur

Frá stofnun hefur NGH verið öflugt í útgáfustarfsemi á dáleiðslutengdu efni. Fagtímaritið Journal of Hypnotism hefur komið út frá 1951 og útgáfa fréttabréfsins Hypno-Gram hófst 1987. Fjöldi greinarhöfunda og ritstjóra hefur komið að útgáfunni og þau verið leiðandi fagtímarit á sviði dáleiðslu. NGH hefur einnig verið útgefandi bóka um dáleiðslu og frá 1999 tímaritsins Hypnosis Today sem ætlað er notendum dáleiðslu.

Frá 1987 hefur NGH haldið árlegt dáleiðsluþing fyrir félagsmenn þar sem fjallað er um allt sem viðkemur dáleiðslu og fræðsluráðstefnu sem sótt er af fjölda þátttakenda hvaðanæva að úr heiminum. NGH stendur einnig fyrir minni ráðstefnum og smiðjum á hverju ári.

bottom of page