Dáleiðslunám á Akureyri
Vegna fjölda fyrirspurna verðum við á vorönn með dáleiðslunám á Akureyri:
​
Aðeins þetta eina sinn á Akureyri!
​
​
Nemendur læra að dáleiða, farið er yfir öll helstu hugtök og aðferðir við dáleiðslu. Hvað dáleiðsla er og hvað ekki. Frá fyrsta degi fara nemendur í dáleiðslu og æfa sig að dáleiða aðra. Nemendur læra og æfa mismunandi aðferðir við að meta næmi einstaklinga til að vera dáleiddir. Læra aðferðir til að innleiða dáleiðslu, dýpka hana og meta dýpt dáleiðslunnar.
​
Farið er yfir sögu dáleiðslunnar og hvað þarf að varast við dáleiðslu. Virkni meðvitaða hugans og undirvitundarinnar, hvernig móta á tillögur til að ná sem mestum árangri og ýmislegt annað varðandi dáleiðslu. Lærðu að dáleiða er fyrsta skrefið í því að læra meðferðardáleiðslu.
​
Námið byggir á erlendri fyrirmynd og þekkingu frá National Guild of Hypnotists (NGH), stærstu dáleiðslusamtökum í heimi, og reynslu kennaranna sem hafa unnið við dáleiðslu í yfir 10 ár og verið aðalkennarar við dáleiðslu á Íslandi síðustu ár.
​
Nemendur útskrifast sem dáleiðarar og hafa þekkingu til að dáleiða.
​
Námið er 8 dagar, kennt er í tveimur fjögurra daga lotum með 4 vikna millibili:
Lota 1: 9. – 12. febrúar 2024 (fös-mán)
Lota 2: 15. – 18. mars 2024 (fös-mán)
​
Á milli lota eru æfingatímar.
​
Innifalið í náminu er Sýndarmagabandsnámskeið
Kennt af Sheila Granger
8. – 9. mars 2024
​
Verð á náminu er 395.000 kr.
Setting the Standard
Nám í dáleiðslu með alþjóðlegri viðurkenningu
Við skráningu þarf að greiða staðfestingargjald að upphæð 29.500 kr.
Hægt er að skipta greiðslum á allt að 36 mánuði með Visa, Mastercard eða Pei
Umsagnir nemenda
​
Mjög skemmtilegt nám og námsefninu komið vel til skila á árangusrríkan hátt. Ég fékk í hendurnar mikið af verkfærum sem koma til með að nýtast mér vel í leik og starfi. Ég mæli heilshugar með þessu námi.
Jónína Lóa Kristjánsdóttir
​
Mjög fróðlegt og hefur hjálpað mér á margan hátt. Kemur á óvart hvað undirvitundin getur hjálpað manni með þegar maður leita eftir því. Kærar þakkir fyrir þetta námskeið.
Gróa Rannveig Sigurbergsdóttir
​
Námið er sett fram á skilvirkan og skipulegan hátt. Gagnlegar æfingar sem efla lærdómsferlið og hjálpa til við að nýta aðferðirnar í starfi. Skemmtilegt nám sem nýtist bæði í persónulegu lífi og starfi.
Svanhildur Ólafsdóttir
​
Skemmtilegt nám og lærdómsríkt.
Mæli með því bæði til sjálfsstyrkingar og til að hjálpa öðrum.
Þetta nám eykur vellíðan nemandans.
Þórunn Ragnarsdóttir
​
Rosalega spennandi og áhugavert og skemmtilegt nám. Jón Víðis er frábær kennari og skemmtilegur, kemur hlutunum vel til skila. Vel uppsett og ég mun að sjálfsögðu fara á Meðferðardáleiðsluhlutann :) og leggja þetta fyrir mig og nýta mér þetta á nýjum starfsvettvangi.
Hrafnhildur Heiða Þorgrímsdóttir
​
Stórskemmtilegt og mjög fræðandi námskeið. Topp kennarar sem koma sínu mjög vel til skila. Ég er í skýjunum með þetta.
Georg Ó.
​
Ég mæli heilshugar með þessu námskeiði fyrir alla þá sem vilja heyra og læra nýja og spennandi hluti. Námskeiðið er vel undirbúið og námsgögn á íslensku. Jón Víðis og Arnþór koma námsefninu mjög vel til skila. Hlakka til að halda áfram og læra meira.
Inga K.
Að fara á þetta námskeið var frekar stór ákvörðun. Hefði ég eitthvað að gera með þetta nám? Einfalda svarið er JÁ! Kem út full af sjálfstrausti til að vinna með dáleiðslu fyrir mig eða aðra. Vel skipulagt og mikið efni sem var komið framúrskarandi vel til skila.
Sigrún S.
Takk fyrir frábært námskeið. Vel farið yfir allt námsefni á námskeiðinu. Námsgögnin til fyrirmyndar. Takk enn og aftur.
​
Katrín V.