img_25198-68_edited.jpg

Hvað er dáleiðsla?

„Dáleiðsla er vitundarástand sem felur í sér aukna einbeitingu, takmarkaða athygli á utanaðkomandi þætti og aukna getu til að bregðast við tillögum“.

The American Society of Clinical Hypnosis

Dáleiðsla er náttúrulegt ástand sem við upplifum mörgum sinnum á dag, á mismundandi hátt og mismikið. Algengustu dæmin um létt dáleiðsluástand eru t.d. þegar við sökkvum okkur inn í bíómyndir eða sjónvarpsþætti, dagdraumar, þegar við „sónum“ út, þegar við erum að keyra og erum allt í einu komin á áfangastað og áttum okkur svo á því að við munum ekki mikið eftir ferðalaginu sjálfu.

Við förum líka í gegnum þetta vitundarstig þegar við vöknum á morgnana og rétt áður en við sofnum á kvöldin.

 

-Hefur þú áhuga á að læra meira um eigin huga og annarra?

-Hefur þú unun af því að hjálpa fólki að líða betur?

-Langar þig að læra að hafa betri stjórn á eigin tilfinningum og líðan?

-Ert þú að leita þér að aukatekjum eða öðrum starfsvettvangi?

-Viltu ná betri árangri í þeim meðferðum sem þú ert að nota nú þegar?

-Langar þig að bætast í frábæran félagsskap dáleiðara og leggja þitt   af mörkum til að upphefja dáleiðslu á Íslandi? 

 

 

shutterstock_1212610660_edited.jpg
tafla.jpg

Námskeiðin okkar

Dáleiðsluskólinn Hugarefling býður upp á alhliða dáleiðslumenntun, hvort sem þig langar að læra sjálfsdáleiðslu, meðferðardáleiðslu eða sviðsdáleiðslu.

 
AdobeStock_77650814_edited.jpg

Lærðu að dáleiða

Á námskeiðinu læra nemendur að dáleiða, farið er yfir öll helstu hugtök og aðferðir við dáleiðslu. Hvað dáleiðsla er og hvað ekki. Frá fyrsta degi fara nemendur í dáleiðslu og æfa sig að dáleiða aðra. Nemendur læra og æfa mismunandi aðferðir við að meta næmi einstaklinga til að vera dáleiddir. Læra aðferðir til að innleiða dáleiðslu, dýpka hana og meta dýpt dáleiðslunnar.

Farið er yfir sögu dáleiðslunnar og hvað þarf að varast við dáleiðslu. Virkni meðvitaða hugans og undirvitundarinnar, hvernig móta á tillögur til að ná sem mestum árangri og ýmislegt annað varðandi dáleiðslu. Lærðu að dáleiða er fyrsta skrefið í því að læra meðferðardáleiðslu.


Námskeiðið byggir á erlendri fyrirmynd og þekkingu og reynslu kennaranna sem hafa unnið við dáleiðslu í yfir 10 ár og verið aðalkennarar við dáleiðslu á Íslandi síðustu ár.


Við lok námskeiðsins útskrifast nemendur sem dáleiðarar og hafa þekkingu til að dáleiða.

Námskeiðið er 9 dagar og kennt er í þremur þriggja daga lotum: 

Lota 1: 11. –13. febrúar 2022


Lota 2:  25.–27. febrúar 2022


Lota 3:  11.–13. mars 2022

Á milli lota eru æfingatímar.

0.png

NGH námskeið

Námskeið 2022

 
AdobeStock_76195463_edited.jpg

Á námskeiðinu læra nemendur meðferðardáleiðslu og eru í lok námskeiðsins tilbúnir til að taka á móti fólki í dáleiðslumeðferð.


Skilyrði fyrir þátttöku á námskeiðinu er að kunna að dáleiða. Hafa klárað námskeiðið Lærðu að dáleiða eða lært dáleiðslu annars staðar.


Á námskeiðinu er farið yfir markmiðasetningu, streitustjórnun, hegðunarmat, siðferði í dáleiðslu, uppbyggingu dáleiðslumeðferðartíma, viðbótarhandrit og tækni. Nemendur læra að setja upp tíma til að dáleiða fólk til að hætta að reykja, breyta vana/hegðun og aðstoða fólk við þyngdarstjórnun. Hvernig á að setja upp nokkurra tíma sjálfsdáleiðslu. Aldurstengda endurlitsmeðferð, hvernig hægt er að vinna með hluta hugans og rekstur dáleiðslumeðferðarstofu.


Við lok námskeiðsins útskrifast nemendur sem meðferðardáleiðarar frá stærstu dáleiðslusamtökum í heimi, National Guild of Hypnotists.

Námskeiðið er 10 dagar og skiptist í þrjár lotur:

Lota 1:  08. – 11. apríl 2022


Lota 2:  22. – 24. apríl 2022


Lota 3:  06. – 08. maí 2022

Á milli lota eru æfingatímar.

Meðferðardáleiðsla

0.png

NGH námskeið

Námskeið 2022

imdha_logo.png
0.png

Um okkur

Kennarar á dáleiðslunámskeiðunum eru þeir Jón Víðis Jakobsson CHt. og Arnþór Arnþórsson CHt.

Báðir hafa áralanga reynslu af dáleiðslumeðferðum, ásamt því að vera reynslumestu dáleiðslukennarar á Íslandi. 

 

Kennarar dáleiðsluskólans Hugareflingar eru með fjölda alþjóðlegra vottana, m.a. frá:

07c1fd_d8ee0ba0932e4038862d5f6aaeec6f49_
 

Jón Víðis Jakobsson

eigandi og kennari


Jón Víðis er reyndasti dáleiðslukennari landsins, en hann hefur starfað við meðferðardáleiðslu frá árinu 2011, kennt dáleiðslu á Íslandi frá árinu 2016 og verið stjórn Félags dáleiðara frá árinu 2017 og formaður 2017-2019.

Jón Víðis er CI Certified Instructor frá NGH, National Guild of Hypnotists og hann rekur meðferðarstofuna Dáleiðslumiðstöðina ehf. Þar hefur hann aðstoðað Íslendinga við að léttast og líða betur, en Jón er sérfræðingur í sýndarmagabandsdáleiðslu, sem hann lærði í Bandaríkjunum.

Hann hefur tekið á móti yfir 1.000 manns í meðferðardáleiðslu, hægt er að panta tíma hjá honum með því að senda póst á jonvidis@tofrar.is

Arnþór Arnþórsson útskrifaðist sem meðferðardáleiðari árið 2016. Arnþór hefur m.a. setið námskeið hjá Cheryl og Larry Elman, ásamt því að hafa setið námskeið hjá Adam Eason  og Giancarlo Russo.

Arnþór hefur kennt dáleiðslu frá árinu 2017, ásamt því að vera einn afkastamesti þýðandi á dáleiðslutengdu efni á Íslandi.  Arnþór er varaformaður stjórn félags dáleiðara. 

Arnþór er einnig með hlaðvarp (podcast) undir nafni Hugmeðferðar, þar sem fjallað er um dáleiðslu og tengd málefni.

Hægt er að panta meðferðartíma hjá Arnþóri, með því að senda póst á hugmedferd@hugmedferd.is

Arnþór Arnþórsson

eigandi og kennari

Umsagnir nemenda

 

Skilaboðin hafa verið send!

Hafa samband

Heimilisfang

Hátún 6A ( 2. hæð )

105 Reykjavík

Fyrir almennnar fyrirspurnir vinsamlegast fyllið út formið hér fyrir neðan

Hátún 6A
Nafnspjald%2520Hugarefling%25202020_edit

Sími:

         Jón Víðis    895-3035

         Arnþór       868-8878

  • Fylgstu með okkur á Fecebook