shutterstock_714017395.jpg

sjálfsdáleiðsla

Langar þig að læra aðferðir til að  ná árangri í leik og starfi?

Á þessu sex klukkustunda námskeiði læra þátttakendur allt það nauðsynlegasta sem þarf að kunna til að ná árangri með sjálfsdáleiðslu. 

Dáleiðsla getur nýst okkur á ótal vegu, t.d. til að:

  • Slaka betur á í amstri dagsins og öðlast innri ró.

  • Efla sjálfstraust. 

  • Losna við óæskilega ávana og fælnir (fóbíur). 

  • Bæta námsárangur, einbeitingu og losna við prófkvíða.

  • Ná betri stjórn á tilfinningum og viðbrögðum.

  • Vinna á kvíða og þunglyndi.

Dagur 1: þriðjudagur 30. ágúst  (18:00 - 21:00)

Dagur 2: fimmtudagur 1. september  (18:00 - 21:00)

Ef þig langar að ná betri stjórn á lífi þínu og tilfinningum
þá er þetta námskeið svo sannarlega fyrir þig

Verð á námskeiðinu er aðeins 29.500 kr.

Hægt er að greiða með Visa, Mastercard, og helstu kreditkortum

6953127.png
 
Umsagnir nemenda

Virkilega skemmtilegt og áhugavert námskeið. Mjög vel uppsett og uppfullt af tólum og tækjum sem hægt er að nýta strax. Einfalt og öflugt námskeið. Arnþór og Jón Víðis kunna sitt fag og kenna á skemmtilegan hátt, bæði með dæmum og húmor. Ég mæli heilshugar með sjálfsdáleiðslunámskeiðinu þeirra.

Bryndís H.

 

Námskeiðið kom mér á óvart á marga vegu. Ég hafði ekki hugmynd hvernig dáleiðsla virkaði og var mjög skeptísk til að byrja með. En viti menn, það virkaði ekkert smá vel. Eftir fyrri hluta námskeiðsins náði ég nýrri vídd af slökun sem ég hafði ekki hugmynd um að ég gæti náð. Jón og Arnþór voru alveg hreint frábærir og gífurlega hjálpsamir. Námskeiðið fær mín allra bestu meðmæli.

Edda

 

Fór á námskeið í sjálfsdáleiðslu og bjóst ekki við neinu sérstöku en vonaði að þetta myndi nýtast mér. Eftir að hafa lokið námskeiðinu sé ég að ég mun klárlega nýta mér þessa tækni dags daglega. Strax eftir fyrri daginn gat ég notað tæknina með undraverðum árangri.

Hrönn H.

 

Mér fannst þetta námskeið mjög áhugavert og skemmtilegt. Eftir mjög stutta dáleiðslu á námskeiðinu svar ég mjög vel án allra slakandi lyfja, sem ég hef ekki gert í 3-4 ár. Ég mæli hiklaust með þessu námskeiði fyrir alla sem hafa áhuga á dáleiðslu.

Inga K.

 

Þetta námskeið hefur verið ótrúlega áhugavert. Ég er strax byrjuð að vinna að markmiðum mínum á einni viku g finn strax að ég er orðin einbeittari og ákveðnari í að ná þeim. Ég hlakka til að nota sjálfsdáleiðslu til að vinna í fleiri markmiðum og ná þeim.

Íris H.