Fróðleikur
„Dáleiðsla er vitundarástand sem felur í sér aukna einbeitingu, takmarkaða athygli á utanaðkomandi þætti og aukna getu til að bregðast við tillögum“
The American Society of Clinical Hypnosis
Hvað er dáleiðsla?
Dáleiðsla er nokkuð sem við höfum öll upplifað, að minnsta kosti tvisvar á dag, alla ævi. Þegar við sofnum og vöknum förum við í gegnum ástand sem líkja má við dáleiðslu. Einnig höfum við flest, ef ekki öll, upplifað það að sökkva okkur svo niður í bíómynd að við verðum sífellt ómeðvitaðri um umhverfi okkar ... Lesa meira
Meðferðartæki
Dáleiðsla nýtist bæði í leik og starfi. Hana er bæði hægt að nota til sjálfseflingar og einnig til að vinna á vandamálum sem há einstaklingum.
Meðferðardáleiðsla felur í sér að nýta sér dáleiðslu til að ná fram breytingum í ... Lesa meira
Mælanleg
Hægt er að þekkja mismunandi heilabylgjumynstur á styrkeika og tíðni þeirra. Það er gert með heilarafritun (e. EEG electroencephalography). Síðan er hægt að flokka heilabylgjur út frá virkni þeirra eða tíðni. Það er þó mikilvægt að muna að heilabylgjur eru ekki uppspretta eða orsök vitundarástands okkar eða upplifana okkar af eigin huga... Lesa meira
Rannsóknir
Viðamiklar rannsóknir hafa verið gerðar á dáleiðslumeðferðum og virkni þeirra við hinum ýmsu kvillum í gegnum tíðina. Oft á tíðum hefur dáleiðslan þó ekki verið sú aðferð sem rannsóknin beinist að, heldur „önnur aðferð" sem notuð er til samanburðar. Eins og með flest annað þá eru að sjálfsögðu undantekningar á þessu... Lesa meira